Skipulagsskrá

Nr. 701, 2. júní 2021

SKIPULAGSSKRÁ

fyrir Minningarsjóð Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til styrktar stúdentum í verkfræði- og raunvísindanámi.

1. gr.

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar til styrktarstúdentum í verkfræði- og raunvísindanámi. Heimilisfang sjóðsins er í Reykjavík.

2. gr.

Markmið sjóðsins er að styrkja stúdenta með góða námshæfileika, sem einkum leggja stund á verkfræði- og raunvísindanám. Úthluta má allt að 10 milljónum árlega í styrki til stúdenta.

3. gr.

Stofnfé sjóðsins er 12,5% af nettósöluandvirði eignahluta hjónanna í fyrirtækinu Silli & Valdi, reiðufé og skuldabréf. Sjóðinn ber að ávaxta í vísitölutryggðum ríkisskuldabréfum eða með öðrum jafntryggum hætti.

4. gr.

Tekjur sjóðsins eru vextir af stofnfé og öðru fé, sem sjóðnum kann að áskotnast. Gjafafé skal leggja við stofnfé. Stjórnunarkostnaður greiðist af tekjum sjóðsins.

5. gr.

Stjórn sjóðsins skipa 3 menn til 5 ára í senn. Fráfarandi stjórn kýs nýja stjórn við lok kjörtímabils síns. Ef þess er kostur, skulu tveir stjórnarmenn vera úr hópi ættingja Sigurliða og Helgu, þannig að ættingjar hvors þeirra eigi fulltrúa í stjórninni, en 3. maðurinn skal vera prófessor við verkfræði- og raunvísindasvið Háskóla Íslands og er hann formaður sjóðstjórnar. Verði sjóðurinn án stjórnar eða stjórn hans ekki fullskipuð á einhverjum tíma, tilnefnir embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra nýja stjórnarmenn. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra getur vikið stjórnarmanni frá störfum, ef bú er tekið til gjaldþrotskipta eða hann telst ekki að mati embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra verður til að sitja áfram í stjórn sjóðsins.

6. gr.

Sjóðstjórnin semur reikninga sjóðsins árlega. Skal reikningsskilum lokið 1. júní næsta ár á eftir reikningsári. Reikningarnir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið.

7. gr.

Einfaldur meirihluti ræður ákvörðunum innan stjórnarinnar. Greiða má þóknun til stjórnarmanna með hliðsjón af þeirri vinnu, sem lögð hefur verið í stjórnarstarfið. Skipulagsskrá þessari má breyta ef það telst nauðsynlegt eða heppilegt vegna breyttra aðstæðna. Tillögur að breytingum skulu bornar undir embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

8. gr.

Leita skal staðfestingar embættis sýslumannsins á Norðurlandi vestra á skipulagsskrá þessari. Við staðfestingu á skipulagskrá þessari fellur úr gildi fyrri skipulagsskrá sjóðsins nr. 505/1980.

Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa sam- kvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.

F.h. sýslumannsins á Norðurlandi vestra, 2. júní 2021,

Björn Hrafnkelsson.

__________
B-deild – Útgáfud.: 16. júní 2021

Auður Steingrímsdóttir.