Sjóðurinn úthlutaði 10 milljónum til nemenda fyrir skólaárið 2021-2022. Að þessu sinni voru styrkþegar tíu og hver fékk því eina milljón króna í sinn hlut. Þau sem hlutu styrk í ár eru:
Alec Elías Sigurðarson, meistaranemi í efnafræði við Háskóla Íslands,
Ármann Örn Friðriksson, meistaranemi í reikniverkfræði við HÍ,
Árni Freyr Gunnarsson, doktorsnemi í tölfræðilegum erfðavísindum við Oxfordháskóla,
Gunnar Sigurðsson, meistaranemi í rafmagnsverkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi,
Katrrín Agla Tómasdóttir, meistaranemi í loftlagsfræðum við Stokkhólmsháskóla,
Lilja Steinunn Jónsdóttir, meistaranemi í jarðeðlisfræði við HÍ,
Magnea Freyja Kristjánsdóttir, meistaranemi í umhverfisverkfræði við HÍ,
Smári Snær Sævarsson, meistaranemi í fjármálaverkfræði við Columbia-háskóla,
Teitur Óli Kristjánsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Tækniháskólann í Danmörku
Þorbjörg Anna Gísladóttir, nemandi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.
Stjórn sjóðsins óskar þeim velfarnaðar í námi sínu og framtíðinni.
Stjórn sjóðsins er það mikil ánægja að geta stutt efnilegt fólk til dáða og vonast til að þekking þeirra og færni megi í framtíðinni gagnast íslensku samfélagi. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1980 á grundvelli erfðaskrár þeirra hjóna. Frá því að úthlutun styrkja hófst árið 1984, hefur verið úthlutað tæplega 200 styrkjum. Hér má sjá nokkrar af fyrri úthlutunum úr sjóðnum: