Styrkþegar 2002

Eftirfarandi fengu námsstyrk að upphæð 600 þúsund hver úr Minningarsjóðnum árið 2002:

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, doktorsnemi í iðnaðarverkfræði (aðgerðarannsóknum) við Columbia University í New York.  Eyjólfur lauk Cand. Scient prófi í í véla og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og B.S. prófi í tölvunarfræði 1999 frá sama skóla.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands.  Rannsóknir hennar fjalla um tengsl næringar í upphafi lífs við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma.  Ingibjörg lauk B.S og M.S prófi frá Háskóla Íslands 1997 og 1999.

Jón Hallsteinn Hallsson, doktorsnemi í sameindalíffræði við Háskóla Íslands.  Hann lauk B.S. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1999. 

Leifur Þór Leifsson, doktorsnemi í flugvélaverkfræði við Virginia Polyttechnic Institute and State University.  Hann lauk C.S. prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og M.S. gráðu 2000. 

Páll Jakobsson, doktorsnemi í stjörnufræði við Kaupmannahafnar- háskóla.  B.S. frá Háskóla Íslands 1999 og M.S. frá Kaupmannahafnarháskóla 2002.