Sjóðurinn úthlutaði 10 milljónum til nemenda fyrir skólaárið 2022-2023. Tíu styrkþegar fengu eina milljón króna í sinn hlut. Þau sem hlutu styrk í ár eru:
Álfheiður Edda Sigurðardóttir, doktorsnemi í stærðfræði við Háskóla Íslands
Anna Eva Steindórsdóttir, meistaranemi í tölfræði við Háskóla Íslands
Árni Björn Höskuldsson, doktorsnemi í efnaverkfræði við Háskóla Íslands
Auðunn Orri Elvarsson, meistaranemi í efnisfræði við Lundarháskóla í Svíþjóð
Björn Áki Jósteinsson, meistaranemi í skammtaverkfræði við Tækniháskólann í Zurich í Swiss
Gunnar Þorsteinsson, doktorsnemi í umhverfisverkfræði við Columbia háskóla í New York, USA
Helena Sveinborg Jónsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Columbia háskóla í New York, USA
Matthias Baldursson Harksen, doktorsnemi í eðlisfræði við Háskóla Íslands
Valgerður Jónsdóttir, meistaranemi í rafmagnsverkfræði við EPFL í Lausanne, Sviss
Þorsteinn Freygarðsson, meistaranemi í verkfræðilegri stærðfræði og reiknifræði, Chalmers háskóla í Gautaborg, Svíþjóð.
Stjórn sjóðsins óskar þeim velfarnaðar í námi sínu og í framtíðinni.
Stjórn sjóðsins er það mikil ánægja að geta stutt efnilegt fólk til dáða og vonast til að þekking þeirra og færni megi í framtíðinni gagnast íslensku samfélagi. Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1980 á grundvelli erfðaskrár þeirra hjóna. Frá því að úthlutun styrkja hófst árið 1984, hefur verið úthlutað um200 styrkjum. Hér má sjá nokkrar af fyrri úthlutunum úr sjóðnum: