Eftirfarandi fengu námsstyrk að upphæð 500 þúsund hver úr Minningarsjóðnum árið 2001:
Ingibjörg Magnúsdóttir. Hún stundar doktorsnám við DTU (Danmarks Tekniske Universitet) í rafmagnsverkfræði. Hún lauk MS prófi í kennilegri eðlsifræði vorið 1999.
Stefán Jónsson. Hann lauk MS prófi 1998 í efnafræði og BS prófi í lífefnafræði 1996, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands. Hann er í doktorsnámi í lífefnafræði (ensímefnafræði) við University of Florida.
Arinbjörn Ólafsson. Hann lauk MS námi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands vorið 2000 og stundar doktorsnám við University of Wisconsin í aðgerðarannsóknum.
Karl Sölvi Guðmundsson. Karl lauk BS prófi 1996 og MS prófi 1998 í tölvuverkfræði, hvort tveggja frá Wright State University. Er núna í doktorsnámi við sama skóla.
Guðrún Valdimarsdóttir. Lauk BS prófi í líffræði 1996 og er núna í doktorsnámi við Uppsalaháskóla í sameindalíffræði.
Guðmundur Páll Magnússon, Stundar MS nám í fjarskiptaverkfræði við Technische Universität München. Lauk CS prófi frá HÍ 1999 í rafmagns- og tölvuverkfræði.
María Sigríður Guðjónsdóttir. Hún er í vélaverkfræði við Tækniháskólan í München og stefnir á að ljúka Dipl.-Ing prófi með orku og vetni sem sérsvið. Hún lauk BS prófi frá Háskóla Íslands vorið 2000.